Spinoza (1998)

Spinoza

Tríóið Spinoza var starfrækt árið 1998 en ekki liggur þó fyrir hversu lengi sveitin starfaði.

Spinoza var skipuð þeim bræðrum Arnari og Rúnari Halldórssyni sem fáeinum árum áður höfðu gert garðinn frægan í Noregi undir nafninu The Boys en Arnór Ólafsson var þriðji meðlimir sveitarinnar. Arnar og Rúnar léku á gítara en engar upplýsingar finnast um hvert hljóðfæri Arnórs var, allir sungu þeir félagar en þeir voru þarna á menntaskólaaldri.