Spilaborgin [2] (2007)

Hljómsveitin Spilaborgin sem hér um ræðir hefur aldrei verið starfandi hljómsveit en er eitt af fjölmörgum tónlistarverkefnum sem læknirinn Hlynur Þorsteinsson hefur sinnt en hann hóf að sinna tónlistaráhuga sínum af fullum krafti eftir aldamót.

Hlynur hefur gefið út á fjórða tug platna ýmist í eigin nafni eða með hljómsveitum sínum Sigurboganum, Pósthúsinu í Tuva o.fl. en hér er um að ræða einsmanns sveit þar sem hann gaf út tíu laga plötu sumarið 2007 með frumsömdum lögum, við ljóð Vilhjálms H. Gíslasonar. Á plötunni sem bar heitið Byggingar, sá Hlynur að mestu sjálfur um hljóðfæraleik og söng en Matthildur Sigurjónsdóttir söng einnig á plötunni auk þess sem Gunnar Einar Steingrímsson lék á trommur. Platan fékk fremur slaka dóma í Morgunblaðinu.

Efni á plötum