Sólskinsdætur (1952)

Sólskinsdætur var kvartett stúlkna við Gagnfræðaskóla Austurbæjar, sem starfaði líklega árið 1952 og söng þá á nokkrum skemmtunum innan skólans og reyndar eitthvað utan hans einnig, starfstími kvartettsins gæti því verið mun teygjanlegri en hér segir. Þær stöllur sungur við gítarundileik.

Ekki er vitað hverjar skipuðu Sólskinsdætur nema að Elín Sigurvinsdóttir var ein þeirra, óskað er eftir frekari upplýsingum um kvartettinn.