Karlakórinn Glaður (1933 -)

engin mynd tiltækKarlakórinn Glaður var stofnaður á Eskifirði 1933 og er enn starfandi eftir því sem best er vitað.

Litlar sem engar upplýsingar er að finna um þennan merka kór en hann mun vera meðal elstu karlakóra landsins.

Vitað er að Hjalti Guðnason stjórnaði honum um árabil, a.m.k. á sjötta áratugnum, Friðrik Árnason var einhvern tímann stjórnandi hans en ekki liggur fyrir hvenær, og Daníel Arason gæti verið stjórnandi hans í dag.