Jarlar (1975-77)

Jarlar1

Jarlar

Jarlar frá Eskifirði starfaði um tíma um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar.

Sveitin var stofnuð haustið 1975 og var að líkindum allan tímann skipuð sömu meðlimum, þeim Þórhalli V. Þorvaldssyni söngvara og bassaleikara, Viðari J. Ingólfssyni trommuleikara (föður Birkis Fjalars trommuleikara og Andra Freys gítarleikara og dagskrárgerðarmanns), Snorra Ölverssyni söngvara, flautuleikara og gítarleikara og Karli Lárussyni gítarleikara.

Jarlar herjuðu mest á böllum á heimaslóðum og störfuðu eitthvað fram á árið 1977 áður en þeir lögðu upp laupana.