Söngfélag ungmennafélagsins Iðunnar og Ungmennafélags Reykjavíkur (1908-09)

Sameiginlegt söngfélag starfaði á vegum ungmennafélaganna Iðunnar (sem var stúlknaungmennafélag) og UMFR (Ungmennafélags Reykjavíkur – sem var líklega eingöngu skipað drengjum) um eins árs skeið, frá vorinu 1908 til 1909. Félögin tvö áttu um þetta leyti í margs konar samstarfi s.s. skemmtiferðir, íþróttasýningar og fleira og var söngfélagið angi af því starfi.

Engar upplýsingar er að finna um söngstjóra kórsins eða hvort hann hélt einhverju sinni opinberar söngskemmtanir. Ekki liggur heldur fyrir hversu stór söngflokkurinn var en um þrjátíu stúlkur munu hafa verið í honum.