Söngfélag Sigtryggs Guðlaugssonar (1879-88)

Sigtryggur Guðlaugsson prestur og framámaður í ýmsu s.s. tónlistarmálum og stofnaði m.a. ungmennaskóla á Núpi í Dýrafirði sem síðar varð að héraðsskóla, starfrækti á yngri árum á æskuslóðum sínum í Garðsárdal í Öngulsstaðahreppi söngfélag sem hér er kennt við hann en gæti allt eins hafa borið nafnið Söngfélag Öngulsstaðahrepps eða hafa verið nafnlaust.

Félagið stofnaði Sigtryggur árið 1879 aðeins sextán eða sautján ára gamall og var þetta félag líklega starfandi til 1888 þegar hann fór suður til Reykjavíkur. Hann kenndi einnig söng við félagið og var reyndar mjög duglegur þetta ungur að afla sér leiðbeininga til söngmennta.