Söngfélag Mýrahrepps (1892-93)

Lítið er vitað um kór eða söngfélag sem starfrækt var í Dýrafirðinum annað hvort undir nafninu Söngfélag Mýrahrepps eða Söngfélag Dýrfirðinga en það var Kristinn Guðlaugsson á Núpi í Dýrafirði sem hafði frumkvæði að stofnun þess og stjórnaði söngnum, hann hafði þá kennt söng í sveitinni.

Fyrir liggur að félagið var starfandi veturinn 1892-93, líklega stofnað um haustið og þá voru líklega um fjörutíu manns í því en það gæti hafa verið starfandi lengur. Uppistaðan í söng félagsins var sálmasöngur en ekkert bendir endilega til þess að um kirkjukór hafi verið að ræða – þegar bróðir Kristins, Sigtryggur Guðlaugsson fluttist að Núpi árið 1904 og gerðist þar prestur (og skólastjóri en hann stofnaði héraðsskólann á Núpi) átti hann síðar eftir að stjórna kór kirkjunnar á staðnum.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Söngfélag Mýrahrepps.