Skólahljómsveitir Héraðsskólans á Núpi (1955-77)

Héraðsskóli var lengi starfræktur á Núpi í Dýrafirði en hann var stofnaður árið 1906 og tók til starfa í upphafi árs 1907, sr. Sigtryggur Guðlaugsson var stofnandi skólans og fyrsti skólastjóri hans en skólinn starfaði allt til ársins 1992. Í Héraðsskólanum á Núpi var tíðum fjörugt félagslíf og þar starfaði fjöldinn allur af hljómsveitum í…

Mistök [2] (1976-77)

Hljómsveit að nafni Mistök starfaði veturinn 1976-77 að minnsta kosti, á Núpi af því er heimildir herma. Líklega er þar um að ræða Núp í Dýrafirði og héraðsskólann þar. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan Mistaka, sem og um annað sem skiptir máli í tengslum við sögu sveitarinnar.

Rassar (1969-70)

Hljómsveitin Rassar var skólahljómsveit Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði veturinn 1969-70. Rassar var tríó, skipað þeim Rúnari Þór Péturssyni, Agli Ólafssyni og Benedikt Helga Benediktssyni. Ekki liggur fyrir hvernig hljóðfæraskipanin var utan þess að Benedikt lék á trommur, líklegast lék Rúnar Þór á gítar og Egill á bassa. Þeir Rassar fóru ekki alltaf eftir reglum…