Rassar (1969-70)

Rassar1

Rassar

Hljómsveitin Rassar var skólahljómsveit Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði veturinn 1969-70.

Rassar var tríó, skipað þeim Rúnari Þór Péturssyni, Agli Ólafssyni og Benedikt Helga Benediktssyni. Ekki liggur fyrir hvernig hljóðfæraskipanin var utan þess að Benedikt lék á trommur, líklegast lék Rúnar Þór á gítar og Egill á bassa.

Þeir Rassar fóru ekki alltaf eftir reglum skólans og þegar þeir höfðu látið gera hljómsveitarplakat þar sem þeir „múnuðu“ framan í myndavélarlinsuna, voru þeir reknir úr skóla í vikutíma. Eftir það hafði sveitin ekki leyfi til að leika utan skólalóðarinnar. Vegna þess notuðu þeir félagar tækifærið þegar sveitin kom saman aftur 2014, og spilaði opinberlega á Ísafirði – og auðvitað á Núpi.

Sveitin starfaði aðeins þetta eina skólaár, Rúnar Þór og Egill urðu þekktir tónlistarmenn en Benedikt varð rannsóknarlögreglumaður.