Rasp (1990 / 2007-08)

engin mynd tiltækHljómsveitin Rasp er fyrirbæri sem erfitt er að finna upplýsingar um. Sveitin starfaði árið 1990 og var þá meðal flytjenda á safnsnældunni Strump. Þá skipuðu sveitina þeir Magnús Axelsson og Höskuldur Kári Schram, svo virðist sem Guðni Már Henningsson ljóðskáld og útvarpsmaður sé viðloðandi sveitina nema að um sé að ræða allt aðra sveit undir sama nafni.

Heimildir finnast síðan um sveitina frá árunum 2007 og 08. Þá voru í henni Guðni Már Henningsson slagverksleikari, Halldór Lárusson söngvari og kassagítarleikari, Heiðar Guðnason söngvari, Kristinn P. Birgisson söngvari, Vilhjálmur Svan söngvari, Þórir Haraldsson hljómborðsleikari, og G. Theodór Birgisson söngvari 2007. Ágúst Böðvarsson bassaleikari, Símon Hjaltason gítarleikari og Hjalti Þórisson trommuleikari gætu einnig hafa verið meðlimir sveitarinnar, sem virðist æði fjölmenn.

Rasp virðist eitthvað tengjast Samhjálp en allar upplýsingar um hana eru auðvitað vel þegnar.