
Mistök
Hljómsveit að nafni Mistök starfaði veturinn 1976-77 í Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði og mun hafa verið eins konar skólahljómsveit þar.
Meðlimir Mistaka voru þeir Guðjón Ingi Guðmundsson gítarleikari, Hjalti Garðarsson bassaleikari, Viðar Kristinsson gítarleikari, Hilmar [?] trommuleikari og Óðinn Einisson söngvari, sá síðast taldi starfaði með sveitinni fyrstu mánuðina en hætti síðan.
Mistök lék á skólaböllum á Núpi og svo á almennum dansleikjum á Vestfjörðum s.s. á Þingeyri en einnig á Flateyri og Bíldudal. Á Bíldudal spilaði sveitin þegar það hafði verið landlega þar í marga daga vegna veðurs og úr varð mikið ball, mannskapurinn var svo fluttur með varðskipi aftur í Dýrafjörðinn morguninn eftir.