Mistök [3] (1986-90)

Mistök

Hljómsveitin Mistök starfaði á Húsavík á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar og lék einkum á skóladansleikjum innan skólanna í bænum enda voru meðlimir sveitarinnar á grunnskóla- og menntaskólaaldri.

Sveitin var að öllum líkindum stofnuð haustið 1986 og mun hafa gengið undir öðru nafni í byrjun. Ekki er ljóst hverjir skipuðu sveitina þá en haustið 1987 voru í henni Völundur Þorbjörnsson bassaleikari, Guðmundur Hermannsson trommuleikari, Jón Ingólfsson hljómborðsleikari og Þórir Karlsson söngvari og gítarleikari, um það leyti var sveitin að leita að söngvara.

Ekki liggur fyrir hversu lengi Mistök starfaði en hér er giskað á að hún hafi lagt upp laupana árið 1990