Sölvi Helgason (1973-74)

Hljómsveit sem bar nafnið Sölvi Helgason lék á nokkrum dansleikjum í Tónabæ á fyrri hluta árs 1973 en ekki liggja fyrir upplýsingar um að sveitin hafi leikið á öðrum stöðum.

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Sölva Helgason, fyrir liggur að Gunnar Ágústsson var trommuleikari sveitarinnar en ekki er vitað hverjir aðrir skipuðu hana, hver hljóðfæraskipan hennar var eða hversu lengi hún starfaði, ljóst er þó að sveitin hefur verið stofnuð fyrir áramótin 1972-73.