Afmælisbörn 15. apríl 2023

Björgvin Þ. Valdimarsson

Í dag er einn tónlistarmaður á afmælislista Glatkistunnar:

Björgvin Þ. Valdimarsson kórstjóri og tónskáld er sextíu og sjö ára gamall í dag. Björgvin var um tvítugt farinn að stjórna kórsöng en hann hefur stjórnað kórum eins og Samkór Selfoss, Karlakór Selfoss, Söngfélaginu Drangey og Skagfirsku söngsveitinni, kórar hans hafa m.a. flutt lög eftir hann og er þekktast þeirra vafalaust Undir dalanna sól. Tvær plötur hafa verið gefnar út með lögum eftir Björgvin en fjölmörg önnur lög hans hafa komið jafnframt út á öðrum plötum. Björgvin hefur starfað við tónlistarkennslu um árabil og eftir hann liggur heilmikið kennsluefni í tónlist.

Vissir þú að rappsveitin Quarashi samdi að mestu tónlistina við leikverkið Kristnihald undir jökli á fjölum Borgarleikhússins árið 2001?