
Jens Ólafsson
Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagsins:
Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag, hann hefur kynnt tónlist, íslenska sem erlenda, í útvarpsþáttum sínum á Ríkisútvarpinu, langlífastur þeirra er Rokkland en hann hefur verið á dagskrá í yfir tutttugu ár. Hann hefur annast sviðskynningu á Músíktilraunum um árabil en einnig leikið á gítar í nokkrum Skagatengdum hljómsveitum, þeirra á meðal má nefna sveitirnar Ópal og Magnús.
Hér er svo einnig nefndur Jens Ólafsson (Jenni í Brain police) söngvari frá Akureyri sem er fjörutíu og fimm ára gamall á þessum degi en auk þess að syngja með Brain police hefur hann einnig gert garðinn frægan með hljómsveitum eins og Toy machine, Best fyrir, Hot damn og Gimp.
Vissir þú að Skapti Ólafsson söngvari sem m.a. söng Allt á floti og Ó nema ég, var einnig trommuleikari?