Afmælisbörn 17. apríl 2023

Eyjólfur Kristjánsson

Glatkistan hefur að geyma upplýsingar um eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum á þessum degi:

Eyjólfur Kristjánsson söngvari, lagasmiður, gítarleikari og skemmtikraftur er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Eyfi var á tímabili áberandi í jólalaga- og söngvkeppnaflóðunum, söng t.a.m. lög eins eins og Gleðileg jól allir saman, Draum um Nínu og Álfheiði Björk sem allir þekkja en þekktastur er hann þó fyrir framlag sitt sem sólóisti og með Bítlavinafélaginu og Hálfu í hvoru þar sem hann vakti athygli fyrst. Hann hefur þó einnig sungið með fjölmörgum öðrum hljómsveitum fyrr og síðar, og má þar nefna sveitir eins og Púkó og Gumma, Andrómedíu, Texas tríóið, Vísnavini, Vox, Ullarhattana og Íslands einu von.

Vissir þú að nokkrir samstarfsfélagar hjá pústverkstæðinu Fjöðrinni starfræktu á sínum tíma Stuðsveitina Kvart?