Afmælisbörn 20. apríl 2023

Sigrún Jónsdóttir

Eitt afmælisbarn úr íslensku tónlistarlífi er á lista Glatkistunnar að þessu sinni:

Það er Sigrún Jónsdóttir söngkona en hún er níutíu og þriggja ára gömul í dag, Sigrúnu þekkja margir sem eina af fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands, hún söng inn á fjölda platna og oft í samstarfi við aðra söngvara eins og Alfreð Clausen og Ragnar Bjarnason, þá söng hún með ýmsum þekktum hljómsveitum s.s. KK-sextettnum, Nóva-tríóinu, Hljómsveit Karls Jónatanssonar, Kvintett Gunnars Ormslev og fjölda annarra sveita, hún var jafnframt ein af Öskubuskum. Þekktustu lög Sigrúnar eru Fjórir kátir þrestir, Marína og Lukta-Gvendur, sem hún söng ásamt Alfreð Clausen.

Vissir þú að hljómsveitin Jakobínarína gekk fyrst undir ýmsum öðrum nöfnum – eitt þeirra var Jólasveinninn.