Swingtríó Ívars Þórarinssonar (1939-42)

Swingtríó Ívars Þórarinssonar

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Swingtríó Ívars Þórarinssonar (einnig kallað Sving tríóið) starfaði á árunum fyrir og í kringum heimsstyrjöldina síðar, líklega frá 1939 til 42.

Swingtríóið lék einkum í kabarett- og revíusýningum á höfuðborgarsvæðinu og innihélt þá Ívar Þ. Þórarinsson hljómsveitarstjóra og fiðluleikara, Einar B. Waage kontrabassaleikara og Guðmund Karlsson gítarleikara, allir sungu þeir félagar einnig og komu þeir hugsanlega stundum fram sem söngtríó einvörðungu – óskað er eftir frekari upplýsingum um það.