SVR kvartettinn (1967)

Haustið 1967 var starfræktur söngkvartett sem bar nafnið SVR kvartettinn (S.V.R. kvartettinn) og var að öllum líkindum starfandi innan Söngfélags SVR (Strætókórsins). Kvartettinn kom fram á skemmtun þá um haustið en ekki liggja fyrir upplýsingar hvort hann söng víðar á opinberum skemmtunum.

Ári síðar var tvöfaldur kvartett starfandi innan Strætisvagna Reykjavíkur og var Aðalsteinn Höskuldsson einn meðlima þess hóps en ekki eru upplýsingar um hvort hann var í kvartettnum haustið 1967.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um SVR kvartettinn.