G.B. kvartettinn (1954)

G.B. kvartettinn var starfandi haustið 1954 og var að öllum líkindum hljómsveit fremur en söngkvartett.

Sveitin lék stúdentalög en engar upplýsingar er að finna um hverjir skipuðu hana eða um hljóðfæraskipan hennar.