Sviss (1982-83)

Hljómsveitin Sviss starfaði um eins árs skeið á höfuðborgarsvæðinu – 1982 og 83 og lék eitthvað framan af á skemmtistöðum eins og Klúbbnum en virðist minna hafa komið fram eftir það.

Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti, trommuleikarinn Ólafur Kolbeins og Axel Einarsson gítarleikari voru meðal meðlima hennar en engar upplýsingar er að finna um aðra sem skipuðu Sviss.

Haustið 1983 var hljómsveitin Foss stofnuð upp úr Sviss og Start og gengu þeir Ólafur og Axel þó til liðs við hina nýju sveit.