Afmælisbörn 26. mars 2023

Starri Sigurðarson

Þrjú afmælisbörn úr tónlistargeiranum líta dagsins ljós á Glatkistunni í dag:

Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fjörutíu og níu ára gamall í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.

Söngvaskáldið og dagskrárgerðarmaðurinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, á einnig afmæli en hann er sextíu og sjö ára gamall á þessum degi. Allir þekkja auðvitað Kristjáns og framlag hans til íslenskrar tónlistar en hann hefur sent frá sér aragrúa platna og laga einn síns liðs, með KK-bandinu sínu og í samstarfi við Magnús Eiríksson og fleiri. Meðal laga KK má nefna Lucky one, Talandi dæmi, Óbyggðirnar kalla, Vegbúinn, I think of angels, Grand hótel og Bein leið svo einungis fáein dæmi séu tiltekin.

Og að síðustu er hér nefndur Jóhannes Bjarki Bjarkason tónlistarmaður og ljóðskáld en hann er tuttugu og sjö ára gamall í dag. Jóhannes hefur síðustu árin unnið tónlist og gefið út undir nafninu Skoffín en hefur einnig sungið og leikið á bassa með nokkrum hljómsveitum s.s. Scarlet, Justin Case, Indigó, Marvin Straight og Váru.

Vissir þú að þjóðlagasafn sr. Bjarna Þorsteinssonar sem kom út á árunum 1906-09 var þá stærsta bók sem þá hafði verið gefin út af Íslendingi, um þúsund blaðsíður.