
Svartfugl
Djasstríóið Svartfugl starfaði um rúmlega eins árs skeið undir lok síðustu aldar.
Svartfugl kom fyrst fram sumarið 1998 þegar tríóið lék á Jómfrúnni lög eftir Cole Porter í eigin útsetningum og Cole Porter var jafnan meginstef sveitarinnar framan af en þeir félagar léku einkum á höfuðborgarsvæðinu og á stöðum eins og áðurnefndri Jómfrú, Múlanum og Djúpinu. Sumarið 1999 fór sveitin svo vestur á firði og lék á tónlistarhátíð í Súðavík. Tríóið starfaði þar til í sumarlok 1999 og höfðu þá einnig tekið lög Bítlanna og gert að sínum.
Svartfugl skipuðu þeir Björn Thoroddsen gítarleikari, Gunnar Hrafnsson kontrabassaleikari og Sigurður Flosason saxófónleikari.