Sveifluhálsarnir (1993)

Sveifluhálsarnir ásamt Höllu Vilhjálmsdóttur sem einnig söng á plötunni

Söngflokkurinn Sveifluhálsarnir söng á jólaplötu Ómars Ragnarssonar, Ómar finnur Gáttaþef sem kom út fyrir jólin 1993. Sveifluhálsarnir voru að öllum líkindum settir saman fyrir þá einu plötu þar sem þau sungu tvö lög en á plötunni Árþúsundajól: ellefu- áramóta og jólalög með textum eftir Ómar Ragnarsson, sem kom úr haustið 1999 og var nokkurs konar safnplata voru þessi tvö lög en einnig þriðja lagið sem hér er giskað á að hafi verið hljóðritað með hinum lögunum árið 1993.

Sveifluhálsarnir voru þau Helga Möller, Guðrún Gunnarsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson, Vilhjálmur Guðjónsson og svo Ómar sjálfur.