Sveiflukvartettinn [2] (2017)

Djassaður kammerkvartett sem gekk undir nafninu Sveiflukvartettinn lék á fáeinum tónleikum á landsbyggðinni árið 2017 og var að líkindum settur saman sérstaklega fyrir þá ferð.

Kvartettinn skipuðu systkinin Guðrún S. Birgisdóttir flautuleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari, Óskar Kjartansson trommuleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleikari.