Afmælisbörn 14. febrúar 2023

Víkingur Heiðar Ólafsson

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú að þessu sinni:

Jón Ingi Valdimarsson bassaleikari Greifanna frá Húsavík er fimmtíu og átta ára gamall í dag. Jón Ingi hefur verið í Greifunum frá upphafi en sveitin gekk fyrst undir Special treatment nafninu.

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er þrjátíu og níu ára en hann þekkja allir. Víkingur nam í Bandaríkjunum og hér heima, lauk meistaranámi í píanóleik 2008 frá Juillard og hefur unnið allan af verðlaunum í listgrein sinni. Hann hefur ennfremur gefið út og leikið á plötur, annast tónlistarþáttagerð í sjónvarpi, og rekið eigið útgáfufyrirtæki.

Þá hefði kórstjórnandinn og tónmenntakennarinn Sigríður Sigurðardóttir átt afmæli á þessum degi. Sigríður (fædd 1945) hafði m.a. starfrækt ásamt eiginmanni sínum Eddukórinn sem gaf út tvær plötur, áður en þau fluttust á Hvolsvöll þar sem þau rifu upp tónlistarlífið sem stjórnendur Tónlistarskóla Rangæinga. Þar stjórnaði hún m.a. barnakór auk þess sem þau hjónin stofnuðu Samkór Rangæinga. Sigríður lést árið 1996.

Vissir þú að Bloodgroup var kjörin bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2007?