
Flosi Þorgeirsson
Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag:
Björn Thoroddsen gítarleikarinn kunni er sextíu og fimm ára gamall á þessum degi. Björn er upphaflega úr Hafnarfirðinum og var þar í fjölmörgum hljómsveitum áður en hann fór til Bandaríkjanna í framhaldsnám í gítarleik. Um það leyti er hann kom heim aftur sendi hann frá sér sína fyrstu plötu (1982) og síðan hefur hann gefið út margar slíkar, bæði einn og í samvinnu við aðra. Hann hefur starfrækt eigin sveitir og leikið á plötum annarra, sem dæmi um hljómsveitir sem Björn hefur leikið með má nefna Gamma, DBD, Cobra, Guitar Islancio, Kartöflumýsnar og Tríó Björns Thoroddsen en þá eru einungis fáeinar upp taldar.
Þá á Flosi Þorgeirsson bassa- og gítarleikari fimmtíu og fimm ára afmæli í dag. Flosi, sem er sagnfræðingur að mennt, hefur leikið með ógrynni rokkhljómsveita í gegnum tíðina og meðal þeirra eru hér nefndar nokkrar eins og Ham, Dætrasynir, Glerakur, Innvortis, Drep, Gypsy, Smass, Langbrók, P.P., Tíbet tabú og Melrakkar. Hann sendi frá sér sína fyrstu sólóplötu, Flosi árið 2021.
Vissir þú að hljómsveit sem gekk undir nafninu Bændur og búalið var meðal þátttökusveita í hljómsveitakeppninni í Húsafelli verslunarmannahelgina 1987?