Afmælisbörn 11. febrúar 2023

Birgir Nielsen

Glatkistan hefur í dag upplýsingar um tvö afmælisbörn tengd tónlistargeiranum:

Berglind Björk Jónasdóttir söngkona er sextíu og fjögurra ára í dag. Hún er ein þriggja Borgardætra en hefur að auki sungið með hljómsveitum eins og Snillingunum og Saga Class. Söng Berglindar er að finna á plötum fjölmargra listamanna s.s. Geirmundar Valtýssonar, Guðrún Gunnarsdóttur, Rúnars Þórs, Ingva Þór Kormákssonar og margra annarra.

Birgir Nilsen Þórsson trymbill Vina vors og blóma og Lands og sona er fjörutíu og níu ára á þessum degi. Auk framangreindra sveita hefur Birgir leikið með sveitum eins og Maat mons, The Multiphones, Sælgætisgerðinni, Galeiðunni, Kántrýsveitinni Klaufum og Bravó auk þess að leika sem session leikari á hinum ýmsu plötum. Hann hefur einnig sent frá sér sólóefni.

Vissir þú að plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Introbeatz (Ársæll Þór Ingvason) er sonur Ingva Þórs Kormákssonar tónlistarmanns?