Sunnan fjórir (1978)

Sunnan fjórir

Sunnan fjórir var hljómsveit sem starfaði í Víghúsaskóla í Kópavogi árið 1978 og tók þá m.a. þátt í hæfileikakeppni í bænum. Upplýsingar um þessa sveit eru af skornum skammti en meðlimir hennar munu hafa verið Björn Ágúst [?], Ólafur [?], Böðvar [?], Bjarki [?] og Þorgrímur. Líklegt hlýtur þó að teljast að sveitin hafi innihaldið fjóra meðlimi (út frá nafni hennar) og er hér giskað á að einn framangreindra heiti Böðvar Bjarki.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um meðlimi þessarar sveitar og hljóðfæraskipan hennar.