Sullaveiki bandormurinn (um 1995-99)

Hljómsveitin Sullaveiki bandormurinn var menntaskólasveit sem starfaði á höfuðborgarsvæðinu á síðari hluta tíunda áratugarins, sveitin hætti störfum árið 1999 en gæti hafa verið starfandi allt frá árinu 1994 miðað við aldur meðlima hennar.

Meðlimir Sullaveikis bandormsins voru þeir Ólafur Örn Josephsson gítarleikari, Samuel Ásgeir White gítarleikari [?] og Sturla Már Finnbogason bassaleikari [?], svo virðist sem tónlist sveitarinnar hafi verið þess eðlis að ekki hafi verið þörf á trommuleikara í henni, og hefur e.t.v. verið í anda þess sem Ólafur Örn var að gera síðar undir nafninu Stafrænn Hákon.