Kaktus [1] (1970)

Hljómsveitin Kaktus starfaði á Patreksfirði og lék þar og í nærsveitum árið 1970 og sjálfsagt lengur, þá var talað um hana sem vinsælustu sveitina í Barðastrandasýslu. Meðlimir Kaktuss voru Matthías Garðarsson söngvari og gítarleikari (Straumar), Friðrik Þór Haraldsson gítarleikari, Rafn Hafliðason gítarleikari og Reynir Finnbogason trommuleikari. Viðar Jónsson bættist í hópinn vorið 1970 en ekki…

Kaktus [3] [tónlistarviðburður] (1995-96)

Tónlistarhátíðin Kaktus var haldin í tvö skipti að minnsta kosti í Hafnarfirði vorin 1995 og 96. Fyrra árið var Bæjarbíó vettvangur hátíðarinnar en í síðara skiptið fór hún fram á Víðistaðatúni. Hljómsveitir og tónlistarfólk úr Hafnarfirði komu fram á Kaktusi og má nefna þar sveitir eins og Súrefni, Stolíu, Pes, Botnleðju o.fl. Hátíðin, sem í…

Kaktus [2] (1973-90)

Á 20. öldinni var hljómsveitin Kaktus með langlífustu sveitaballaböndunum á markaðnum en sveitin starfaði í sautján ár með hléum. Þótt kjarni sveitarinnar kæmi frá Selfossi var hljómsveitin þó stofnuð í Reykjavík og gerði út þaðan í byrjun en eftir miðjan áttunda áratuginn spilaði hún mestmegnis í Árnessýslu og á Suðurlandi, með undantekningum auðvitað. Kaktus var…

Kaktus [4] (2000-01)

Hljómsveitin Kaktus starfaði í um ár undir því nafni en sveitin var stofnuð upp úr hljómsveitinni 747 árið 2000. Meðlimir sveitarinnar voru Halldór Örn Ragnarsson, Gylfi Blöndal gítarleikari og Þráinn Óskarsson en hugsanlega voru fleiri í henni. Gylfi kom líklega síðastur inn og nokkru eftir það klofnaði Kaktus í Kimono og Hudson Wayne.