Kaktus [4] (2000-01)

engin mynd tiltækHljómsveitin Kaktus starfaði í um ár undir því nafni en sveitin var stofnuð upp úr hljómsveitinni 747 árið 2000.

Meðlimir sveitarinnar voru Halldór Örn Ragnarsson, Gylfi Blöndal gítarleikari og Þráinn Óskarsson en hugsanlega voru fleiri í henni. Gylfi kom líklega síðastur inn og nokkru eftir það klofnaði Kaktus í Kimono og Hudson Wayne.