Bloodshed (um 1990)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Bloodshed sem starfaði í Reykjavík árið 1990 eða um það leyti. Gylfi Blöndal var gítarleikari þessarar sveitar sem skipuð var unglingum, en annað liggur ekki fyrir um hana.

Kaktus [4] (2000-01)

Hljómsveitin Kaktus starfaði í um ár undir því nafni en sveitin var stofnuð upp úr hljómsveitinni 747 árið 2000. Meðlimir sveitarinnar voru Halldór Örn Ragnarsson, Gylfi Blöndal gítarleikari og Þráinn Óskarsson en hugsanlega voru fleiri í henni. Gylfi kom líklega síðastur inn og nokkru eftir það klofnaði Kaktus í Kimono og Hudson Wayne.

Opus dei (1993-94)

Opus dei úr Reykjavík er ein af hundruðum hljómsveita sem keppt hafa í Músíktilraunum, tvívegis reyndar. Sveitin spilaði hefðbundið rokk og var starfandi að því er best er vitað í tvö ár (1993-94) og keppti bæði árin í Músíktilraunum Tónabæjar. Fyrra árið voru meðlimir sveitarinnar þeir, Arnar Bjarki Árnason bassaleikari, Óttar Rolfsson söngvari, Einar Einarsson…