Karl Roth (1957-)

Karl Roth

Karl Roth

Karl Roth var einn meðlima hljómsveitarinnar Melchior sem starfaði á áttunda áratug síðustu aldar, hann vann einnig með félaga sínum, Hilmari Oddsyni á plötum hans en hinn eiginlegi sólóferill Karls hófst og endaði með útgáfu plötu þegar hann var einungis átján ára gamall.

Sagan á bak við þá útgáfa var á þá leið að Karl var staddur í Þýskalandi ásamt föður sínum Dieter. Þar sem þeir voru að bíða eftir flugi ákváðu þeir að gefa út plötu og fór Karl í næstu hljóðfæraverslun og keypti gítar. Að því loknu tóku þeir upp um klukkustundar langt frumsamið efni á gítarinn á segulband, fóru með það í hljóðver og bættu við klappi, söng og orgelleik.

Platan var síðan gefin út í tvö hundruð eintökum, árituðum og tölusettum af Dieter Roth‘s Familienverlag. Sjálfir sögðu þeir feðgar að platan hlyti að vera sú íslenska útgáfa sem unnin hefur verið á skemmstum tíma.

Líklega var platan endurútgefin síðar í tvö hundruð og fimmtíu eintökum til viðbótar.

Efni á plötum