Karlakór Bolungarvíkur (1935-49)

Karlakór Bolungarvíkur starfaði um skeið í Bolungarvík undir stjórn prestsins á staðnum, Páls Sigurðssonar. Sr. Páll Sigurðsson mun hafa verið mikill áhugamaður um sönglistina og var hvatamaður að stofnun kórsins  árið 1935 og stýrði honum allt þar til hann lést 1949. Engar upplýsingar er að finna um stærð Karlakórs Bolungarvíkur en íbúar bæjarins munu hafa…

Karlakór Borgarness (1938-44)

Litlar heimildir er að finna um Karlakór Borgarness en hann var þó að minnsta kosti starfandi á árunum 1938-44, hugsanlega lengur. Halldór Sigurðsson skrifstofustjóri í Borgarnesi stjórnaði kórnum á árunum 1942-44 en hann gæti allt eins hafa verið stjórnandi hans alla tíð. Þess má geta að Jón Sigurbjörnsson leikari og söngvari steig sín fyrstu spor…

Karlakór BSR (1969)

Karlakór BSR (Bifreiðastöðvar Reykjavíkur) var starfandi um tíma undir stjórn Reynis Jónassonar harmonikkuleikara. Hann stýrði kórnum a.m.k. árið 1969 og líklega eitthvað fram á áttunda áratuginn. Allar nánari upplýsingar varðandi Karlakór BSR eru vel þegnar.

Karlakór Fljótsdalshéraðs [1] (1960-70)

Karlakór Fljótsdalshéraðs (hinn fyrri) starfaði um áratuga skeið fyrir margt löngu. Kórinn var stofnaður á Héraði af Þórarni Þórarinssyni, Jóni Sigfússyni og Birni Magnússon en einnig kom Stefán Pétursson við sögu, hann varð síðan fyrri stjórnandi kórsins af tveimur og stýrði honum til 1965 þegar Svavar Björnsson tók við og var með kórinn þar til…

Karlakór Fljótsdalshéraðs [2] (1983-94)

Enginn karlakór hafði verið starfandi á Héraði í þrettán ár þegar Karlakór Fljótsdalshéraðs var endurvakinn haustið 1983 en undirbúningur hafði þá verið að stofnun hans í um ár. Árni Ísleifsson sem þá hafði nokkrum árum áður flust austur á Egilsstaði og lífgað verulega upp á tónlistarlífið eystra, tók að sér að stjórna kórnum og gerði…

Karlakór Hornafjarðar [1] (1937-67)

Karlakór Hornafjarðar starfaði á þriggja áratuga tímabili um miðja síðustu öld, mest fyrir tilstuðlan eins manns. Karlakór Hornafjarðar var stofnaður 1937 af Bjarna Bjarnasyni (1897-1982) frá Brekkubæ í Nesjum en hann var stjórnandi kórsins allt frá upphafi til enda, eða í þrjátíu ár. Auk þess að vera mikilvægur hluti af menningarlífi Austur-Skaftfellinga gaf kórinn út…

Karlakór iðnaðarmanna [1] (1888-1907)

Afar lítið er að finna um Karlakór iðnaðarmanna sem starfaði í Reykjavík að öllum líkindum við lok nítjándu aldar og upphaf þeirrar tuttugustu. Þó liggur fyrir að Karlakór iðnaðarmanna var starfandi 1888 undir stjórn Jónasar Helgasonar sem var einn af frumherjum í söngkennslu á Íslandi. Kór undir þessu nafni var einnig starfandi 1907 og var líklega…

Karlakór iðnaðarmanna [2] (1929-48)

Karlakór iðnaðarmanna hinn síðari á sér næstum tveggja áratuga sögu á fyrri hluta síðustu aldar. Sú saga hófst með söng nokkurra nemenda við Iðnskólann í Reykjavík í frímínútum og við önnur slík tækifæri í skólanum en lauk með því að kórinn var kominn í fremstu röð kóra á landinu öllu. Upphaf Karlakórs iðnaðarmanna (oft einnig…

Karlakór Iðnskólans (1937-50)

Erfitt er að tímasetja starfsemi Karlakórs Iðnskólans í Reykjavík með nákvæmum hætti þar sem heimildir um þennan kór eru af skornum skammti. Elstu heimildir um Karlakór Iðnskólans er að finna frá 1937 en ekki kemur fram hver stjórnaði kórnum þá. Vitað er að Jón Ísleifsson kennari stjórnaði kórnum í ellefu ár eða allt þar til…

Afmælisbörn 28. nóvember 2015

Eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum kemur við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sextíu og fimm ára á þessum degi, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…

Afmælisbörn 27. nóvember 2015

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru fimm talsins í dag, flest þeirra eru söngkonur: Edda Heiðrún Backman söng- og leikkona er fimmtíu og átta ára gömul í dag. Tónlistarferill Eddu hefur einkum snúist um leikhúsið og kvikmyndir en hún hefur einnig sent frá sér plötur með söng sínum, sem oftar en ekki hafa verið fyrir börn,…

Afmælisbörn 26. nóvember 2015

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Sveinbjörn B. Thorarensen (Hermigervill) er þrjátíu og eins árs gamall. Hermigervill hefur gefið út nokkrar sóló raftónlistarplötur en hann hefur einkum sérhæft sig í vinna úr eldri tónlist, t.d. gömlum íslenskum dægurlögum í nýjum búningi. Hann hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum hér heima s.s. Retro Stefson, Þórunni Antoníu og Berndsen.…

Afmælisbörn 24. nóvember 2015

Nokkrir tónlistarmenn koma við sögu afmælisskrár Glatkistunnar að þessu sinni: Sigurdór Sigurdórsson söngvari er sjötíu og sjö ára, hann söng með ýmsum danshljómsveitum á sínum tíma s.s. hljómsveitum Svavars Gests og Eyþórs Þorlákssonar. Hann er þó þekktastur fyrir flutning sinn á Þórsmerkurljóðinu sem flestir þekkja undir nafninu María María. Eyþór Arnalds söngvari og sellóleikari Todmobile…

Afmælisbörn 23. nóvember 2015

Afmælisbörnin í dag eru fjögur talsins á skrá Glatkistunnar: Svanhildur Jakobsdóttir söng- og dagskrárgerðarkona er sjötíu og fimm ára, hún söng lengst af með hljómsveit eiginmanns síns, Sextett Ólafs Gauks, en einnig áður með öðrum sveitum. Svanhildur söng inn á fjölmargar plötur sextettsins á sínum tíma og gaf einnig út nokkrar sólóplötur sjálf. Erlingur Björnsson…

Afmælisbörn 22. nóvember 2015

Afmælisbarn dagsins er eitt að þessu sinni: Guðrún Ágústsdóttir (f. 1897) hefði átt afmæli á þessum degi en þessi sópransöngkona var með fyrstu óperusöngkonum okkar Íslendinga, hún tók þátt í fyrstu óratoríunni sem sett var á svið á Íslandi og söng í tilraunaútsendingum útvarps fyrir 1930. Hún lést árið 1983.

Afmælisbörn 21. nóvember 2015

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni og þar af er stórt nafn í íslenskri tónlist með stórafmæli: Björk Guðmundsdóttir tónlistarkona er fimmtug á þessum degi. Björk hefur fengist við tónlist frá barnsaldri, var þá í hljómsveitum eins og Jam ´80, Exodus og Draumsýn en síðar í sveitum eins og Tappa tíkarrassi, Kukli…

Afmælisbörn 19. nóvember 2015

Fjögur tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Elst afmælisbarna dagsins er Trausti Thorberg Óskarsson gítarleikari en hann er áttatíu og átta ára gamall. Trausti lék með ýmsum danshljómsveitum á árum áður, s.s. Krummakvartettnum, Neistum og hljómsveitum Eyþórs Þorlákssonar, Carls Billich og Þóris Jónssonar, auk KK-sextetts en hann var einn af stofnmeðlimum þeirrar…

Afmælisbörn 18. nóvember 2015

Í dag er eitt afmælisbarn á skrá í gagnabanka Glatkistunnar: Þorleifur J. Guðjónsson bassaleikari er hvorki meira né minna en fimmtíu og níu ára á þessum degi. Þorleifur hefur starfað í ótal hljómsveitum fyrst sem gítarleikari en síðan á bassa, sumum þekktum en öðrum minna þekktum. Hér eru nefndar nokkrar en þeim fer fjölgandi: KK-band, Egó,…

Afmælisbörn 17. nóvember 2015

Afmælisbarn dagsins eru tvö að þessu sinni á skrá Glatkistunnar: Gauti Þeyr Másson rappari (Emmsjé Gauti / MC Gauti) er tuttugu og sex ára gamall á þessum degi en hann hefur verið í rappeldlínunni síðan 2002 þegar hann birtist í Rímnaflæði aðeins þrettán ára gamall, hann hefur verið í sveitum eins og 32C og starfað…

Afmælisbörn 16. nóvember 2015

Afmælisbörn dagsins eru þrjú en allir er þeir farnir yfir móðuna miklu: Jónas Hallgrímsson (1807-45) er eitt af þjóðskáldunum, allir þekkja og hafa sungið lög við ljóð og ljóðaþýðingar hans s.s. Álfareiðina (Stóð ég úti í tunglsljósi), Vísur Íslendinga (Hvað er svo glatt) og Ég bið að heilsa (Nú andar suðrið). Það er engin tilviljun…

Afmælisbörn 15. nóvember 2015

Tveir tónlistarmenn koma við afmælissögu Glatkistunnar í dag: Richard Scobie sem helst var þekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Rikshaw er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Scobie söng einnig með hljómsveitum eins og Spooky boogie, Beaverly brothers, The Boy brigade, Sköllóttu músinni og Loðinni rottu. Hann gaf einnig út sólóefni á sínum tíma og hefur skotið…

Afmælisbörn 14. nóvember 2015

Eitt tónlistartengt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Geir Jóhannsson trommuleikari er fertugur í dag. Jón Geir hefur spilað með fleiri þekktum hljómsveitum en flestir aðrir hljóðfæraleikarar, meðal sveita sem hann hefur leikið með eru Skálmöld, Kalk, Bris, Ampop, Sýróp, Klamidía X, Hraun, Trassarnir og Urmull.

Afmælisbörn 13. nóvember 2015

Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni: Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona og kórstjórnandi er fimmtug í dag. Hún gaf út plötu með óperuaríum fyrir um tíu árum og einnig djassskotnu plötuna Ó ó Ingibjörg, ásamt bræðrum sínum tveim árum síðar, hún hefur aukinheldur sungið inn á nokkrar aðrar plötur. Ingibjörg hefur stjórnað Kvennakór Garðabæjar og kvennakórnum…

Afmælisbörn 12. nóvember 2015

Tvö tónlistartengd afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Natalía Chow Hewlett kórstjórnandi frá Hong Kong er fimmtíu og þriggja ára á þessum degi, hún hefur stýrt kórum eins og Kvennakór Kópavogs, Englakórnum og Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju. Emilía Björg Óskarsdóttir söngkona (Emilía í Nylon) er þrjátíu og eins árs gömul í dag. Emilía staldraði styst í Nylon-flokknum, kom síðust inn…

Afmælisbörn 11. nóvember 2015

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjölmörg á þessum degi: Ásgerður Flosadóttir er sextíu og eins árs gömul í dag. Ásgerður var þekktust fyrir framlag sitt á plötu Samsteypunnar sem út kom 1970 og hafði m.a. að geyma lagið Friður á jörð (Give peace a change). Hún hefur lítið verið viðloðandi tónlist seinni ár. Jóhann Davíð Richardsson trommuleikari…

Afmælisbörn 10. nóvember 2015

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Gylfi (Viðar) Ægisson söngvari, gítarleikari, sprellari, söngleikjahöfundur, útgefandi, laga- og textasmiður er sextíu og níu ára gamall í dag, hann hefur mest starfað sem sólólistamaður og gefið út fleiri tugi platna sem slíkur en hefur einnig unnið með GRM, Áhöfninni á Halastjörnunni, auk annarra. Kormákur…

Afmælisbörn 9. nóvember 2015

Tvö afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Pjetur Stefánsson tónlistar- og myndlistarmaður er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Hann hefur gefið út plötur undir eigin í nafni se, PS en einnig með öðrum s.s. PS & Bjóla, Big nós band og PS&CO, hann vann svolítið með Megasi um tíma sem og Vinum…

Afmælisbörn 7. nóvember 2015

Afmælisbörn dagsins eru þrjú talsins á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Guðlaugur (Auðunn) Falk gítarleikari er fimmtíu og sex ára í dag. Guðlaugur hefur starfað með mörgum rokkhljómsveitum, sumum í þyngri kantinum, og má þar m.a. nefna Exizt, Fist, Gildruna, Dark harvest, Stálfélagið og C.o.T. Hann hefur einnig gefið út tvær sólóplötur. Óttarr Ólafur Proppé…

Afmælisbörn 6. nóvember 2015

Í dag er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Jónas Sen er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Jónas er píanóleikari, tónskáld og tónlistargagnrýnandi á Fréttablaðinu og hefur fengist við tónlist af ýmsu tagi, hann gaf t.d. út plötu með píanóverkum fyrir um tveimur áratugum og hefur einnig gefið út plötu með söngkonunni Ásgerði…

Nýtt myndband Ylju í tilefni af Airwaves

Í tilefni af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem nú er hafin, ákvað hljómsveitin Ylja að klippa saman myndband frá tónleikum sveitarinnar í Kaldalóni í tónlistarhúsinu Hörpu, og birta í þessari spennandi viku. Um er að ræða lifandi flutning á laginu DIM sem birtist fyrst á síðustu plötu Ylju sem heitir Commotion og koma út seint á síðasta ári.…

Afmælisbörn 3. nóvember 2015

Afmælisbarn dagsins er aðeins eitt að þessu sinni: Ólafur Þór Arnalds tónlistarmaður er 29 ára á þessum degi. Ólafur hefur að mestu leyti starfað sjálfstætt og gefið út fjöldann allan af plötum og hlotið fyrir þær viðurkenningar en hann hefur einnig leikið á trommur með sveitum eins og Mannamúl, Celestine, Fighting shit og I adapt…

Afmælisbörn 2. nóvember 2015

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar þrjú talsins: Troels Bendtsen er sjötíu og tveggja ára í dag. Troels var einkum þekktur fyrir framlag sitt í Savanna tríóinu og Þremur á palli en báðar sveitirnar nutu vinsælda á sjöunda áratugnum, síðarnefnda sveitin starfaði einkum í nánu samstarfi við Jónas Árnason og leikhúsið en allir þekkja…

Afmælisbörn 1. nóvember 2015

Afmælisbörn dagsins hjá Glatkistunni að þessu sinni eru: Jón Sigurbjörnsson söngvari, leikari og hestamaður er 93 ára í dag. Jón nam leiklist í Bandaríkjunum og samhliða því lærði hann söng. Hann hélt áfram söngnámi á Ítalíu og hér heima en vann þó fyrst og fremst í leiklistinni. Söng hans má heyra á fjölmörgum plötum, mörgum…