Karlakór iðnaðarmanna [1] (1888-1907)

engin mynd tiltækAfar lítið er að finna um Karlakór iðnaðarmanna sem starfaði í Reykjavík að öllum líkindum við lok nítjándu aldar og upphaf þeirrar tuttugustu. Þessi kór var líklega einnig kallaður Söngfélag Reykjavíkur og er því stundum ruglað saman við Söngfélag í Reykjavík sem var reyndar starfrækt nokkru fyrr.

Þó liggur fyrir að Karlakór iðnaðarmanna var starfandi 1888 undir stjórn Jónasar Helgasonar sem var einn af frumherjum í söngkennslu á Íslandi. Kór undir þessu nafni var einnig starfandi 1907 og var líklega um sama kór að ræða, sá kór söng undir stjórn Brynjólfs Þorlákssonar og var afar fámennur.

Það ár, 1907 var kórinn sameinaður öðrum fámennum kór, Kátum piltum, til að syngja við konungsheimsókn undir stjórn Brynjólfs.

Hvort hann var þá sameinaður Kátum piltum endanlega eða hvort hann starfaði sem sjálfstæð eining áfram eftir konungsheimsóknina liggur ekki fyrir.