Afmælisbörn 11. nóvember 2015

Samúel Jón Samúelsson

Samúel Jón Samúelsson

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjölmörg á þessum degi:

Ásgerður Flosadóttir er sextíu og eins árs gömul í dag. Ásgerður var þekktust fyrir framlag sitt á plötu Samsteypunnar sem út kom 1970 og hafði m.a. að geyma lagið Friður á jörð (Give peace a change). Hún hefur lítið verið viðloðandi tónlist seinni ár.

Jóhann Davíð Richardsson trommuleikari er fimmtíu og eins árs gamall. Jóhann gekk lengstum undir nafninu Jói Motorhead og lék á trommur í sveitum eins og Egó, Seiðbandinu, Flames of hell og Mogo homo.

Samúel Jón Samúelsson básúnuleikari er fjörutíu og eins árs í dag. Samúel hefur komið víða við, rekið eigin sveitir (Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar) og leikið með hljómsveitum eins og Jagúar, Havana og Milljónamæringunum. Hann hefur einnig gefið út sólóplötur og unnið með fjölmörgu tónlistarfólki og hljómsveitum, ýmist á sviði og á plötum sem skipta tugum ef ekki hundruðum.

Pétur Ben tónlistarmaður er þrjátíu og níu ára í dag, hann hefur gefið út sólóplötur auk þess að vinna með listamönnum eins og Eberg, Elínu Ey, Mugison, Lay Low og Ólöfu Arnalds, hann hefur ennfremur leikið með sveitum eins og Tristian og Inflammatory.

Höskuldur Ólafsson hagfræðingur og fyrrum Quarashi meðlimur er þrjátíu og átta ára gamall í dag, hann var einnig í hljómsveitum eins og Wool, Ske og 2001.