Afmælisbörn 2. nóvember 2015

Bergur Ebbi Benediktsson

Bergur Ebbi Benediktsson

Í dag eru afmælisbörn á skrá Glatkistunnar þrjú talsins:

Troels Bendtsen er sjötíu og tveggja ára í dag. Troels var einkum þekktur fyrir framlag sitt í Savanna tríóinu og Þremur á palli en báðar sveitirnar nutu vinsælda á sjöunda áratugnum, síðarnefnda sveitin starfaði einkum í nánu samstarfi við Jónas Árnason og leikhúsið en allir þekkja lög með sveitunum.

Bergur Ebbi Benediktsson tónlistarmaður, uppistandari og lögfræðingur er þrjátíu og fjögurra ára gamall. Hann var söngvari og gítarleikari í Sprengjuhöllinni sem margir muna eftir frá því um fyrir nokkrum árum síðan. Sú sveit gaf út tvær plötur sem nutu báðar vinsælda.

Viktor Orri Árnason fiðlu- og bassaleikari er tuttugu og átta ára gamall í dag. Viktor Orri vakti fyrst athygli með Búdrýgindum sem sigraði Músíktilraunir árið 2002 en hann var þá á fimmtánda ári. Síðar var hann í hljómsveitinni Hjaltalín sem enn er starfandi, og hefur aukinheldur starfað með ýmsum tónlistarmönnum og hljómsveitum.