Nýtt myndband Ylju í tilefni af Airwaves

Ylja

Ylja

Í tilefni af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves sem nú er hafin, ákvað hljómsveitin Ylja að klippa saman myndband frá tónleikum sveitarinnar í Kaldalóni í tónlistarhúsinu Hörpu, og birta í þessari spennandi viku.

Um er að ræða lifandi flutning á laginu DIM sem birtist fyrst á síðustu plötu Ylju sem heitir Commotion og koma út seint á síðasta ári.

Lagið er eftir Ylju og texti er eftir Kan X. DIM fjallar um þann raunveruleika að lifa lífi og upplifa ást sem samfélagið og/eða meirihlutinn samþykkir ekki né sættir sig við. Þá staðreynd að stundum virðist auðveldara að gefast upp á tilfinningum sínum en að berjast við kerfið og fá samþykki jafningjanna. Normin geta stjórnað okkur og skilgreint hvernig við upplifum tilfinningar okkar. Úr því ástandi birtast oft dimmar tilfinningar og ástandið er vonleysi. DIM eltir ljósið og ástina. Ylja stendur fyrir alls konar ást.

Hér má sjá lagið: https://www.youtube.com/watch?v=2KYHHhmfuYM&feature=youtu.be.

Annars má geta þess að Ylja kemur tvívegis fram á Iceland Airwaves að þessu sinni:

Fimmtudaginn 5. nóvember: Tjarnarbíó kl 21:20

Föstudaginn 6. nóvember: Fríkirkjan kl 20:00