Karlakór Sauðárkróks [2] (1963-69)

Karlakór Sauðárkróks [2]

Karlakór Sauðárkróks í Ásbyrgi

Karlakór Sauðárkróks (sá annar) starfaði á sjöunda áratugnum.

Kórinn var stofnaður haustið 1963 en Ögmundur Eyþór Svavarsson mjólkurfræðingur var stjórnandi hans og hvatamaður að stofnun hans. Í upphafi voru innan við tuttugu söngfélagar í kórnum en um vorið 1964 voru þeir orðnir ríflega þrjátíu.

Kórinn starfaði líklega til 1969 en þá var hann stjórnandalaus og lagðist starfsemin því niður.