![Karlakór Sauðárkróks [2]](https://hraunbaer.files.wordpress.com/2015/12/karlakc3b3r-sauc3b0c3a1rkrc3b3ks-2.jpg?w=300&h=203)
Karlakór Sauðárkróks í Ásbyrgi
Karlakór Sauðárkróks (sá annar) starfaði á sjöunda áratugnum.
Kórinn var stofnaður haustið 1963 en Ögmundur Eyþór Svavarsson mjólkurfræðingur var stjórnandi hans og hvatamaður að stofnun hans. Í upphafi voru innan við tuttugu söngfélagar í kórnum en um vorið 1964 voru þeir orðnir ríflega þrjátíu.
Kórinn starfaði líklega til 1969 en þá var hann stjórnandalaus og lagðist starfsemin því niður.