Karlakór Sauðárkróks [1] (1932-43)

engin mynd tiltækKóra- og söngstarf hefur alltaf verið líflegt í Skagafirðinum og þrívegis hafa þar verið starfandi karlakórar undir nafninu Karlakór Sauðárkróks.

Sá fyrsti starfaði á árunum 1932-43 og var alla tíð undir stjórn Eyþórs Stefánssonar verslunarmanns á Sauðárkróki. Í upphafi var um að ræða tvöfaldan kvartett líklega án nafns til 1935 þegar hann var formlega stofnaður, en kórinn efldist undir stjórn Eyþórs og starfaði í liðlega áratug.

Svo virðist sem tilraun hafi verið gerð 1948 til að endurvekja kórinn en það hafi ekki borið árangur.

Karlakór Sauðárkróks var um tíma í Sambandi íslenskra karlakóra.