Norðurljós [1] (1980)

nordurljos-1

Norðurljós

Hljómsveitin Norðurljós var skammlíf sveit, eins konar hliðarsjálf Mezzoforte sem þá var að stíga sín fyrstu spor á frægðarbrautinni.

Norðurljós mun hafa verið stofnuð um áramótin 1979-80 og voru meðlimir hennar Eyþór Gunnarsson hljómborðsleikari, Jóhann Ásmundsson bassaleikari, Gunnlaugur Briem trommuleikari, Björn Thorarensen hljómborðsleikari og Friðrik Karlsson gítarleikari, sem allir komu úr Mezzoforte en aðrir voru söngvararnir Ellen Kristjánsdóttir og Guðmundur Torfason, síðar knattspyrnumaður.

Norðurljós störfuðu í fáeina mánuði en þá tók Mezzoforte verkefnið yfirhöndina á kostnað sveitarinnar.