Vök með nýja smáskífu

vok-show-me-epHljómsveitin Vök sendir á morgun sér nýja smáskífu sem ber heitið Show Me.

Lagið er það fyrsta sem þau gera með Breska upptökustjóranum Brett Cox (Jack Garratt, Tusks) sem hefur verið að vinna með þeim að þeirra fyrstu breiðskífu en hún mun líta dagsins ljós snemma á næsta ári.

Vök kemur fram á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem hefst í næstu viku þar sem hún spilar í Listasafni Reykjavíkur föstudagskvöldið 4. nóvember kl. 21:50. Þá spilar sveitin einnig á „off venue“ tónleikum á Slippbarnum fimmtudaginn 3. nóv.