Bjössi Thor, Robben Ford og Anna í Háskólabíói

bjossi-thor-tonleikarRobben Ford sló eftirminnilega í gegn í Háskólabíói á síðasta ári og hann mætir aftur í gítarpartýið hans Bjössa Thor, nú með eigin hljómsveit sem er skipuð eintómum snillingum. Tónleikarnir verða í Háskólabíó laugardagskvöldið 22. október klukkan 20.

Björn og Robben unnu heilmikið saman síðasta ár og nú er komin út plata sem markar straumhvörf í tónlistarferli Björns en gítarsnillingarnir Tommy Emmanuel og Jerry Douglas spila auk Bjössa og Robben Ford á plötunni. Anna Þuríður Sigurðardóttir, nýstirni í íslenskri tónlist, feikilega efnileg söngkona er með þeim Bjössa og Robben á plötunni og hún kemur fram með þeim félögum á tónleikunum.

Björn Thoroddsen lofar góðri gítarveislu í Háskólabíói og segir að þar verði frábær blús, rokk af bestu gerð og kántrý sem fáir hafa heyrt hann spila.

Sérstakir heiðursgestir á tónleikunum eru þeir Bjöggi Gísla, Dóri Braga, Stebbi Hjöll.

Miðasala er á midi.is