Afmælisbörn 9. maí 2022

Í dag eru afmælisbörn dagsins sex talsins: Páll Pampichler Pálsson tónskáld og tónlistarfrömuður er níutíu og fjögurra ára gamall í dag, hann er upphaflega Austurríkismaður sem hingað kom seint á fimmta áratugnum, stýrði lúðrasveitum, kórum og hljómsveitum á borð við Lúðrasveit Reykjavíkur, Karlakór Reykjavíkur og Sinfóníuhljómsveit Íslands, auk þess að vera einn stofnenda Kammersveitar Reykjavíkur.…

Sjálfumglöðu riddararnir (1996-2002)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveit sem kölluð var Sjálfumglöðu riddararnir og hugsanlegt er að hún hafi verið eins manns sveit Smára Guðmundssonar frá Sandgerði, sem flestir þekkja sem annan meðlim systkina tvíeykisins Klassart. Heimildir eru fyrir því að Sjálfumglöðu riddararnir hefðu komið fram sumarið 1996 í Sandgerði en „sveitin“ kom reyndar aldrei…

Flugan (1999-2004)

Hljómsveitin Flugan frá Sandgerði starfaði í nokkur ár um og upp úr aldamótum, lék nokkuð á dansleikjum og skemmtunum á Suðurnesjunum og sendi frá sér eina plötu. Sveitin var stofnuð formlega 1999 en þá höfðu nokkrir félagar í Sandgerði verið að leika sér með hljóðfæri í einhvern tíma á undan og starfað undir nafninu Konukvöl,…

Nerðir (1992)

Nerðir var skammlíf sveit úr Sandgerði sem starfaði 1992. Sveitin spilaði grunge rokk og meðlimir hennar voru Viggó Maríasson, Smári Guðmundsson, Heiðmundur B. Clausen, Ólafur Þór Ólafsson og Pálmar Guðmundsson. Engar upplýsingar er að finna um hljóðfæraskipan Njarða.