Jazzmiðlar (1972-73)

engin mynd tiltækJazzmiðlar var djasshljómsveit starfandi um miðjan áttunda áratuginn, líklegast veturinn 1972-73 en þá var Jón Páll Bjarnason gítarleikari staddur hérlendis.

Meðlimir sveitarinnar voru Gunnar Ormslev saxófónleikari, Rúnar Georgsson saxófónleikari, Árni Scheving bassaleikari, Alfreð Alfreðsson trommuleikari og Jón Páll.

Sveitin gaf aldrei út plötu en upptaka með sveitinni kom út á plötunni Jazz í 30 ár en hún var gefin út til að heiðra minningu Gunnars Ormslev.