Jón Árnason frá Syðri-Á (1928-2004)

Jón Árnason frá Syðri-Á

Jón Árnason frá Syðri-Á

Jón Árnason frá Syðri-Á í Ólafsfirði (f. 1928) var kunnur harmonikkuleikari og tónlistarfrömuður og hefur nafni hans verið haldið á lofti á heimaslóðum.

Jón hóf að leika á harmonikku aðeins tólf ára gamall og var sjálfmenntaður í þeirri grein. Hann lék ungur á böllum í sinni sveit og einnig síðar með hljómsveitum, t.d. mun hann eitthvað hafa spilað með KK-sextett, hann starfaði með Harmonikkuklúbbi Eyjafjarðar og var undirleikari hjá sönghópum (m.a. Glimmer-systrum) en síðast lék hann með hljómsveitinni Landátt, Jón var þá kominn vel á sextugs aldur. Það var hann líka þegar plata hans, Kleifarball: Jón Árnason á Syðri-Á leikur gömlu dansana, kom út á vegum hljómplötuútgáfunnar Bimbó á Akureyri 1984. Á þeirri plötu var m.a. að finna tvö lög eftir hann sjálfan en upptökur voru í höndum Pálma Guðmundssonar, Jón útsetti sjálfur.

Frá Syðri-Á er mikið tónlistarfólk komið og má nefna að meðlimir hljómsveitarinnar South River Band eiga einmitt ættir sinnar að rekja þangað. Á plötu þeirra frá 2002 lék Jón sem gestaleikari á harmonikku.

Jón var ennfremur hagmæltur og kom út ljóðabók eftir hann stuttu áður en hann lést 2004. Til marks um það um hversu metinn Jón var í sveit sinni þá voru haldnir minningartónleikar um hann í Ólafsfirði 2005 en einnig höfðu verið haldnir tónleikar honum til heiðurs meðan hann lifði.

Efni á plötum