R&R músík [útgáfufyrirtæki] (1994-)

engin mynd tiltækÚtgáfufyrirtækið R&R músík (Error) var stofnað 1994 af Rafni Jónssyni trommuleikara (Sálin hans Jóns míns, Grafík, Ýr o.m.fl.).

Auk þess að vera plötuútgáfa rak Rafn hljóðupptökuver undir sama nafni en hann hafði áður rekið slík hljóðver. R&R gaf út fjölda platna og eftir að Rafn lést 2004 tóku synir hans, Egill og Ragnar, við rekstri fyrirtækisins.