Radíus bræður (1992-)

Radíus bræður

Radíus bræður

Radíus bræðurnir Steinn Ármann Magnússon og Davíð Þór Jónsson voru áberandi skemmtikraftar á tíunda áratug síðustu aldar en þeir þóttu þá ferskir og með nýja grínnálgun sem var í grófara lagi en féll í góðan jarðveg, einkum hjá ungu fólki.

Þótt þeir Radíus bræður væru þekktastir fyrir uppistönd sín og útvarpsþætti birtust þeir einnig sem tónlistarmenn, en þeir sungu lagið Sumarást, sem kom út á safnplötunni Sprelllifandi 1996, við undirleik hljómsveitarinnar Bítlavinafélagsins.

Þeir félagar voru reyndar ekki alveg ókunnugir tónlist, því þeir höfðu starfað með hafnfirsku hljómsveitinni Kátum piltum auk þess sem Davíð Þór starfrækti aðra sveit, Faríseana. Davíð Þór hefur ennfremur samið fjöldann allan af textum sem komið hafa út á plötum.